LÖG FÉLAGSINS
- gr.
Félagið heitir:
Félag eldri borgara í Hafnarfirði (skammstafað:FEBH).
2. gr.
1.mgr.Heimili þess og varnarþing er i Hafnarfirði.
2.mgr.Félagið er óháð stjórnmálum og hlutlaust i trúmálum.
3.gr.
Markmið þess eru:
að gæta hagsmuna og réttinda eldri borgara og gera þeim kleift að vera virkir í samfélaginu og hafa áhrif á umhverfi sitt og stuðla að:
Fræðslu, skemmtana og menningarlífi félagsmanna.
Heilsueflingu með virkri þátttöku í líkamsrækt og hreyfingu.
Skapandi handverksgreinum.
4.gr.
Skilyrði til félagsaðildar:
1.mgr. Rétt til þess að gerast félagsmenn eiga þeir sem náð hafa 60 ára aldri eða eftirlaunaaldri hafi þeir náð honum fyrr og einnig makar þeirra þó yngri séu.
2. mgr. Einstaklingar, félög, fyrirtæki og stofnanir geta orðið styrktaraðilar og samstarfsaðilar.
3. mgr. Félagsgjald skal ákveða á hverjum aðalfundi fyrir yfirstandandi almanaksár og því má aðeins breyta á aðalfundi.
Þeir, sem ganga í félagið greiða innskráningargjald við inngöngu, sem jafngildir upphæð félagsgjalds yfirstandandi árs. Félagar 90 ára og eldri greiða ekki félagsgjöld.
4. mgr. Þeir sem sinna trúnaðarstörfum fyrir félagið skulu vera fullgildir félagsmenn í Félagi eldri borgara í Hafnarfirði.
5. gr.
1. mgr. Stjórn félagsins skal skipuð 7 mönnum sem kosnir eru á aðalfundi félagsins samkvæmt eftirfarandi reglum: Formaður skal kosinn til eins árs í senn. Meðstjórnendur skulu kosnir þrír i einu til tveggja ára og gangi árlega þrír úr stjórninni á víxl.
2. mgr. Á aðalfundi skal til eins árs kjósa tvo endurskoðendur og einn til vara. Þá skal einnig kjósa tvo menn i varastjórn til eins árs.
6.gr.
1. mgr. Formaður er forsvarsmaður félagsins. Hann kallar saman stjórnarfundi og stjórnar þeim og boðar til félagsfunda eftir ákvörðun félagsstjórnarinnar. Varaformaður er staðgengill formanns.
2. mgr. Fundum skal stjórnað samkvæmt fundarsköpum félagsins.
3. mgr. Á fyrsta fundi eftir aðalfund skiptir stjórnin með sér verkum þannig að í aðalstjórn séu kosnir varaformaður, gjaldkeri og ritari.
4. mgr. Ritari heldur gerðabók og færir i hana ágrip af því sem á fundum gerist og allar ályktanir funda. Einnig ferðir og aðrar athafnir félagsins.
5. mgr. Gjaldkeri hefur yfirumsjón með öllum fjárreiðum félagsins, þar á meðal innheimtu félagsgjalda og greiðslu reikninga. Hann skal fyrir aðalfund ár hvert gera eða láta gera reikningsyfirlit um hag félagsins og sjá til þess að ársreikningur sé endurskoðaður. Ennfremur skal gjaldkeri félagsins skila reikningsyfirliti fyrir þær nefndir sem hafa með einhverja fjármuni að gera og skulu viðkomandi nefndir skila honum reikningsyfirlitum eigi síðar en mánuði fyrir aðalfund. Gjaldkeri skal eigi sjaldnar en á þriggja mánaða fresti gefa stjórn bráðabirgða yfirlit yfir stöðu félagssjóðs.
6. mgr. Innan stjórnar er heimilt að skipa starfshópa og þá með skýru samþykki allra stjórnarmanna. Nefndum og starfshópum skal setja erindisbréf á fyrsta fundi þeirra með formanni eftir aðalfund.
7. mgr. Reikningsár félagsins er almanaksár.
7.gr.
Aðalfundur:
1. mgr. Aðalfundur hefur æðsta vald i málefnum félagsins. Aðalfund skal halda fyrir 1. apríl ár hvert og skal boða til hans með auglýsingu i blöðum og/eða útvarpi og samfélagsmiðlum með minnst viku fyrirvara.
2. mgr. Lögum félagsins má aðeins breyta á aðalfundi og þarf tvo þriðju hluta atkvæða til, enda hafi tillagna um breytingar á lögum verið getið i fundarboði og þær legið frammi í aðsetri félagsins eigi skemur en einni viku fyrir aðalfund.
3. mgr. Að öðru leiti ræður einfaldur meirihluti atkvæða úrslitum mála á aðalfundi.
8.gr.
Verkefni aðalfundar eru:
1. mgr. Skýrsla formanns.
2. mgr. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins og sérsjóða þess fyrir síðastliðið ár.
3. mgr. Kosin stjórn og aðrir starfsmenn skv. ákv. 5. greinar.
4. mgr. Kosning eigi færri en 3 félaga í eftirtaldar nefndir, sem velja sér sjálfar tengilið eða forsvarsmann:
- Uppstillingarnefnd.
2. Ferðanefnd.
3. Dansleikjanefnd.
4. Laganefnd.
5. Menningarmálanefnd.
6. Spilanefnd.
7. Göngunefnd.
8. Íþróttanefnd.
9. Kjaramálanefnd.
10. Þorrablótsnefnd.
11. Púttnefnd.
12. Viðburða og skemmtinefnd. - mgr.Kosnar aðrar þær nefndir sem samþykktar eru af stjórn.
6. mgr.Kosning um lagabreytingar.
7. mgr. Önnur mál.
9.gr.
Nefndir:
1. mgr. Nefndir félagsins eru bundnar af lögum þess og samþykktum stjórnar hverju sinni. Nefndir, sem hafa verið kosnar á aðalfundi, verða ekki lagðar niður nema samkvæmt ákvörðun aðalfundar.
2. mgr. Stjórn félagsins skal boða tengilið eða forsvarsmann nefnda til sameiginlegra funda eigi sjaldnar en tvisvar á ári; í byrjun árs og að hausti.
10.gr.
Félagsfundir:
1. mgr. Stjórn ákveður félagsfundi og skulu þeir haldnir svo oft sem þurfa þykir.
2. mgr. Ef minnst 5% fullgildra félagsmanna æskja þess skriflega og tilgreina fundarefni skal boða til félagsfundar innan tíu daga frá móttöku beiðninnar.
3. mgr. Til félagsfunda skal boða með minnst viku fyrirvara með auglýsingum sbr.1.mgr.7.gr.
11.gr
1. mgr. Nú kemur fram tillaga um að félaginu sé slitið. Skal hún þá sæta sömu meðferð og tillaga um breytingar a lögum, bæði i fundarboði og afgreiðslu a fundi. Við slit félagsins skulu eignir þess renna til almennra hagsmunamála eldri borgara í Hafnarfirði.
12.gr.
1. mgr. Lög þessi öðlast gildi á aðalfundi 23. mars 2023.