Suðurlandsferð FEBH 18.-20.11. 2022

Suðurlandsferð

Fegurð vetrarins er oft vanmetin. Suðurströndin og umhverfi Vatnajökuls eru heillandi í vetrarstillum og maður upplifir sig jafnvel eins og einan í heiminum. Nú bjóðum við skemmtilega ferð um Suðurströndina í vetrarbyrjun með gisting á Kirkjubæjarklaustri, þar sem við munum gera vel við okkur og heimsækja áhugaverða staði.

18.11.  Brottför klukkan 10:00 frá Hafnarfjarðarkirkju og ekið suður um land til Kirkjubæjarklausturs. Meðal annars verður, stanzað við Seljalandsfoss og Skógafoss og ekið niður í Reynisfjöru. Hádegisverður á Hótel Dyrhólaey í Mýrdal. Komið undir lok dags að Hótel Klaustri, þar sem gist verður næstu tvær nætur. Kvöldverður þar.

19.11.  Eftir morgunverð er ekið austur á bóginn. Farið um Skaftafell að Jökulsárlóni og stanzað þar. Síðan verður ekið að Hala í Suðursveit þar sem við snæðum hádegisverð og heimsækjum Þórbergssetur. Haldið aftur heim á Hótel Klaustur. Um kvöldið er boðið upp á fordrykk áður en stezt verður að 3ja rétta hátíðarkvöldverði.

20.11.  Haldið heim á leið og m.a. annars litið við í Fjaðrárgljúfri (ef færð leyfir), Skógasafn heimsótt og ekið um Fljótshlíðina. Hádegisverður á leiðinni.

Verð á mann er 76.850,-

Innifalið í verði er gisting í tveggjamanna herbergi á Hótel Klaustri, morgunverður, kvöldverður, hádegisverður, aðgangseyrir að Skógasafni og Þórbergssetri, allur akstur samkvæmt lýsingu og leiðsögn.

Aukagjald fyrir einsmanns herbergi er 12.500,-

Verð miðast við að lágmarki 30 manna hóp.

Skráning í Hraunseli og eða í síma 5550142

Deila frétt