Til að mæta í:
- Pílu,
- Listmálun,
- Handverk,
- Biljard,
- Línudans,
- Qi-gong,
- Bingó
- Dansleikfimi
þarf að:
- Hringja í síma 555-0142 og skrá sig.
- Mæta með grímu.
- Það geta verið 20 saman í hóp.
- Það má ekki mæta óskráð/ur.
- Dansleikfimi hefst 14. janúar. Ath. breyttur tími kl. 8:30 og 9:30 skráning í síma 555-0142
- Því miður er ekki unnt að hefja Brigde og félagsvist að svo stöddu.
Einungis má mæta á þeim tíma sem búið er að úthluta viðkomandi – það má ekki mæta í aðra hópa.
- Ath. að ef að smit kemur upp í hóp þá verður viðkomandi hópur settur í sóttkví.
- Athugið að ekki má koma í félagsstarf ef þátttakendur:
- Eru í sóttkví.
- Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku).
- Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
- Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverki, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).