Skýrsla stjórnar Félags eldri borgara í Hafnarfirði flutt á aðalfundi fimmtudaginn 23. mars 2023.

 

Á sunnudaginn 26.mars sl. voru 55. ár síðan Styrktarfélag aldraðra var stofnað. Í fyrstu lögum félagsins var stjórnin 7 manna eins og í dag en öll kosin til eins árs. Þá máttu félög og fyrirtæki ganga til liðs við félagið. Þá voru gjafir til félagsins frádráttabærar frá skatti þar sem samkvæmt 9. grein laga skyldu allir fjármunir félagsins kæmi til loka þess, ganga til ellideildar Sólvangs.

Það var þann dag sem 20 framsýnir Hafnfirðingar komu saman í Góðtemplarahúsinu við Suðurgötu til að stofna Styrktarfélag aldraðra.

Áður hafði hugmynd um slíkt félag komið upp á fundi hjá

Rotarýklúbbi Hafnarfjarðar. Tilgangur félagsins var að vinna að velferðarmálum eldri borgara og var unnið í samráði við bæjaryfirvöld um farsælustu leiðina frá byrjun. Styrktarfélag aldraðra var fyrsta félagið á landsvísu með velferð eldri borgara að leiðarljósi. Í fyrstu stjórn félagsins sátu: Jóhann Þorsteinsson formaður, Sigurborg Oddsdóttir varaformaður, Elín Jósepsdóttir ritari, Sverrir Magnússon gjaldkeri, og meðstjórnendur voru: Gísli Kristjánsson Oliver Steinn Jóhannesson og Ólafur Ólafsson og í varastjórn sátu: Björn Sveinbjörnsson og Eiríkur Pálsson.

 

Stofnendur lögðu mikla áherslu á góða samvinnu við Hafnarfjarðarbæ.  

 

 Þau sem komu að stofnuninni voru vel að sér í málefnum þeirra sem eldri voru á þeim tíma. Áhersla stofnenda var að fá fólk til að hittast, halda úti kaffisamsæti, fara í dagsferðir og auka á þann hátt félagslíf fólks. Þjóna fólki heima, byggja íbúðir og dvalarheimili. Fyrsti formaður félagsins Jóhann Þorsteinsson hafði kynnst heimaþjónustu fyrir eldra fólk erlendis og kynnti hana fyrir bæjaryfirvöldum  sem komu í kjölfarið á fyrstu heimilishjálpinni fyrir eldra fólk á Íslandi, hér í Hafnarfirði. Eitt af fyrstu verkum fyrstu stjórnar var að gera spjaldskrá yfir Hafnfirðinga 60 ára og eldri. Þann 1. desember árið 1968, stofnárið, voru 547 konur og karlar í bænum sem voru 67 ára og eldri og voru 11% af þeim á sjúkrahúsi eða dvalarheimili. Skráningin sýndi hve þörfin gæti orðið mikil þegar fram í sótti og var álitið að árið 1979 þyrftu 100 manns á sjúkra- eða dvalarheimilisdvöl að halda.

 

Þegar Hrafnista var formlega opnuð á bæjarmörkum Hafnarfjarðar og Garðabæjar  árið 1977 var það meðal annars vegna áhrifa frá stjórn félagsins að staðsetningin við Skjólvang í Hafnarfirði varð fyrir valinu. Á stjórnarfundi í júní  árið 1969 lagði Elín Jósepsdóttir til að félagið yrði að ýta á eftir því og fara þess á leit að næsti áfangi í byggingarmálum Sjómannadagsráðs verði í Hafnarfirði.

Íbúðarmál eldri borgara voru þeim líka huglæg eins og komið hefur fram og á árunum eftir 1970 var unnið að hönnun og byggingu húsa við Álfaskeið 64 en þar voru byggðar íbúðir fyrir eldri borgara en fyrstu íbúðirnar voru teknar í notkun árið 1978. 

 

Styrktarfélagi aldraðra bárust gjafir frá einstaklingum og félagasamtökum til stuðnings starfseminni. Guðlaugur Einarsson vistmaður á Sólvangi gaf félaginu leigulóð sína á Akurgerðisreit og keypti bærinn hana af félaginu á 130.000 krónur árið1969.

Hafnfirðingurinn, hinn almenni bæjarbúi var tilbúinn að leggja sitt að mörkum í sjálfboðavinnu til að velgengni félagsins gæti orðið sem mest og best, eldri borgurum í bænum til hagsbóta og velferðar. Fjáraflanir voru líka á vegum félagsmanna, basarar voru haldnir og gefin voru út minningarkort.

 

Frá haustinu 1969 stóð félagið fyrir skemmtun sem fékk heitið Opið hús þar sem spilað var á spil, spjallað, notið ýmissa fræðslu- og skemmtiþátta og veitinga. Hafnarfjarðarbær styrkti þennan hluta félagsstarfsins fjárhagslega á meðan hann var alfarið á hendi Styrktarfélags aldraðra. Frá árinu 1988 voru það félagasamtökin í bænum sem sáu um dagskrá og veitingar og skiptu skemmtuninni á milli sín yfir vetrarmánuðina. Nú er Opið hús á hendi Félags eldri borgara í Hafnarfirði en eitt af félagasamtökunum Lionsklúbbur Hafnarfjarðar hefur fylgt félaginu í 35 ár með skemmtun einu sinni á ári.

 

Ferðir innan félagsins hafa verið farnar um áratuga skeið og hefur fylgt félagsmönnum mikil ferðagleði.

Sumarorlofsferðir voru vinsælar og voru farnar á árunum frá 1976-2006 eða á 30 ára tímabili, mislangar þó en flestar voru vikuferðir og var margt skemmtilegt gert í þeim ferðum. Skemmtanir settar upp á kvöldvökum og fleira.

 

Starfsemin

 

Árið 1989 hafði félögum með sama markmið og Styrktarfélag aldraðra fjölgað hér á landi svo að stofnað var Landssamband eldri borgara. Var það á aðalfundi 12. mars 1992 eða 24 árum frá stofnun félagsins að nafninu var breytt í Félag eldri borgara í Hafnarfirði þegar félagið gekk til liðs við Landssambandið.

 

Gaflarakórinn tók til starfa árið 1994 þegar Ragnhildur Guðmundsdóttir þáverandi formaður ásamt 9 félögum stóð að tilveru hans. Kórinn var síðan formlega stofnaður 14. mars 1995.

 

Um aldamótin síðustu tóku margir til hjá sér hvort heldur félagasamtök eða einstaklingar og ákvað þá stjórn Félags eldri borgara hér í bæ að endurskoða lögin.   

 

Var þá bætt inn í 8. greinina um verkefni aðalfundar að kjósa í nefndir.

 

Var þá kosið í uppstillingarnefnd, ferðanefnd, dansleikjanefnd, laganefnd, menningarmálanefnd, spilanefnd, göngunefnd og íþróttanefnd.

 Síðan þá hafa bæst við fleiri nefndir samhliða fjölbreyttari dagskrá.

 

Félagið hélt úti starfsemi sinni víða í bænum í um 34 ár, þolinmóð, með vonir bundnar við framtíðarhúsnæði. Þau voru í  Gúttó, Íþróttahúsinu við Strandgötu, Víðistaðakirkju, Reykjavíkurvegi 50 og svo hér á Flatahrauni 3 en hingað flutti félagið formlega 23. febrúar 2002. Það skiptir gríðarlega miklu fyrir félagsstarfið að vera í öruggu húsnæði og búa við gott starfsfólk.

 

Nú á 55. starfsárinu er eins og aldrei hafi horfið frá þeim sem að starfinu koma, gleðin, áhuginn og dugnaðurinn við að halda úti svo öflugu og mikilvægu starfi sem Félag eldri borgara í Hafnarfirði stendur fyrir.

 

Nefndarstarfið er kjarninn í starfsemi félagsins.

 

Í stjórn og nefndum sitja 64 einstaklingar. Sumir í fleiri en einni nefnd og stjórnarfólk á sæti í nefndum sem er nauðsynleg tenging stjórnarinnar við starfsemi félagsins. Gissur Guðmundsson er í þorrablótsnefnd, Ingibjörg Guðmundsdóttir í viðburðanefnd, Ingvar Ingvarsson í bridge, Jóna Ósk Guðjónsdóttir í bókmenntaklúbbi, Sigurður Björgvinsson kjaranefnd, Þorsteinn Steinsson dansleikjanefnd og línudansi og Þórdís B. Kristinsdóttir laganefnd og viðburðarnefnd. Formaðurinn kemur að almennri starfsemi félagsins.

 

Þegar farið er yfir árið 2022 sem var 54. starfsár Félags eldri borgara í Hafnarfirði einkenndist það í byrjun af Covid faraldrinum.  Að auglýst dagskrá væri felld niður var orðið viðkvæði. Í febrúar kom Helga Ingólfsdóttir bæjarfulltrúi í heimsókn í Hraunsel til að sjá hversu ótrúlega og vel hafði tekist til að halda Covid frá Hraunseli með virkum sóttvörnum og mikilli vinnu því samhliða.

Í mars lauk svo öllum þeim takmörkunum á samkomum sem staðið höfðu með hléum í tvö ár.

 

Það kom vel í ljós þegar auglýst dagskrá stóðst að fólk hafði þörf til að fara út og vera innan um annað fólk, sækja sér félagsskap.  Húsfyllir var á opnu húsi Lionsmanna 23. mars 2022. Það sóttu margir ráðstefnu um húsnæðismál sem FEBH og Öldungaráð stóðu fyrir í sama mánuði og aðalfundur haldinn 24. mars var vel sóttur.

 

Fjölskylda Jóns Gunnarssonar listmála, færði félaginu að gjöf falleg verk eftir Jón sem prýða húsnæðið hér. Var þeim vel þakkað fyrir rausnarlega gjöf til félagsins sem við fáum svo sannarlega notið. Jón  var félagsmaður í félaginu.

 

Boðið var upp á nýja þjónustu frá Hafnarfjarðarbæ þar sem félagsmönnum gafst kostur á að hitta félagsráðgjafa og lögfræðing til skrafs og ráðagerða. Tímar voru settir upp á þriðjudögum fyrir hádegi og sóttu þjónustuna færri en við reiknuðum með.

 

Snjalltækjanámskeið var í boði í mars og var það vel sótt. Félagið  bauð á árinu upp á námskeið í stólayoga og Íslendingasögum sem Kristín Jónsdóttir sá um.

 

Dansinn fór að duna að nýju 1. apríl og voru góð böll haldin á árinu. Dansleikjanefndin hefur starfað formlega frá aldamótum og hefur danslistin fylgt félaginu frá upphafi.  Til viðbótar við dansleikjanefndina hefur bæst við nefnd um línudans sem sýnir áður nefnda aukna fjölbreytni í starfinu. Öll hreyfing innan FEBH nýtur aukinnar vinsælda.

 Mikil fjölgun hefur átt sér stað í mánudagsgönguhópnum sem gengur frá Haukahúsinu, en gönguhópur hefur fylgt félaginu um langan tíma enda útivist einn sá besti valkostur og fyrir flesta.

Dansleikfimin  Zumba hefur verið að ryðja sér til rúms síðust ár og er komið til að vera. Qi gong hefur verið stundað innan félagsins um langan tíma. Þar hefur átt sér stað mikil fjölgun enda æfingarnar uppbyggjandi endurnæring fyrir líkama og sál.

Vortónleikar Gaflarakórsins voru haldnir í maí fyrir fullu húsi.

Í maí var haldinn Landsfundur Landssambands eldri borgara hér í Hafnarfirði. Vorum við gestgjafar og var vel látið af allri aðstöðu og gestrisni hér.

 

Ferðanefndin fór á árinu í dagsferð um Borgarfjörð og Kaldadal sem allir voru ánægðir með. Dagsferðir njóta vinsælda. Frá árinu 2020 hafði staðið til að sigla á ánni Rín. Sú ferð var loks farin í maí 2022 og gerði stormandi lukku. 

 

Sumarlokun var frá 8. júlí til 8. ágúst

 

Stuðningur við félagið er mikils virði. Stærsti stuðningsaðili félagsins er Hafnarfjarðarbær. Borgar húsaleiguna  og leggur félaginu til þrjú og hálft stöðugildi.

Íslandsbanki styrkti félagið á árum áður en hætti því fyrir 3 árum síðan.

 

Flugger hefur verið félaginu styrktaraðili og fært okkur í tvígang góðar fjárhæðir.

Samningurinn við Flugger er sá að ef félagsmaður verslar málningu eða aðra vöru  og sýnir félagsskírteini við kaupin færist hluti af þeim afslætti sem hann nýtir með viðskiptunum inn til FEBH .

 

Nýtt námskeið í afritun og varðveislu hljóðrita kvikmynda og þáttagerð hófst sl. haust, Námskeiðið er í umsjá Halldórs Árna Sveinssonar en safn hans frá myndum úr bæjarlífinu því 1982 er grundvöllur námskeiðsins.

Brúkum bekki. Á vorfundi Öldungaráðs Hafnarfjarðar 5. maí 2012 var undirritað samkomulag um verkefnið, „Brúkum bekki“, milli Öldungaráðs, FEBH, Félag sjúkraþjálfara og Hafnarfjarðarbæjar. Markmiðið er að stuðla að aukinni hreyfingu eldri borgara og gera þeim kleift að fara út að ganga og geta sest niður á bekki og þannig aukið á gæði hreyfingar í sínu nærumhverfi. Útbúið var kort af bænum sem sýnir allar gönguleiðir þar sem bekkir eru með 250 m til 300 m á milli bekkja. Hægt er að segja að í Hafnarfirði sé stutt í næsta bekk.

 

Hafnarborg setti upp á árinu fræðslustund fyrir eldri borgara sem nefnt hefur verið Sjónarhorn. Félag eldri borgara hefur gert samning við Hafnarfborg um að setja hér upp myndir í eigu safnsins, skipta þeim út með reglulegu millibili  þannig að félagsmenn fái notið listarinnar.

 

Hverfum aftur að nefndarstörfum.

 

Íþróttanefndin hefur breytt um yfirskrift og verið sett í tvær nefndir, Púttnefnd og Billjard – Bocchia og pílu. Þar er eins og annarsstaðar fjölgun sérstaklega í púttinu og pílunni. Púttið hefur verið með mót sem hafa vakið athygli og hafa konur bæst þar í hópinn. Píluskáparnir eru orðnir þrír enda mikil vinsældaraukning í íþróttinni.

 

Spilanefndin var innan stjórnar í byrjun eins og þær nefndir sem formlega var kosið í árið 2000. Spilað var í Gúttó í opnu húsi. Spilanefndin hefur breyst í tímans rás. Fólk vill spila félagsvist aðrir bingó en bingóið er nú komið í tölvu og gamla snúningskarfan horfin. Eftir þessu hefur verið tekið og hefur verið leitað til félagsins eftir upplýsingum um slíka snilldartækni.

Nú er kosið í 3 nefndir  bridge, bingó og vist. Spilin eru vel sótt og hefur fjölgað í spilum í gegnum árin en samt vantar aðeins upp á þann fjölda sem spilaði fyrir Covid en það kemur.

 Bókmenntaklúbbur, bókmenntanefnd  ásamt viðburðarnefndinni  er gamla menningarmálanefndin.

Bókmenntaklúbburinn sér um að kynna fyrir félagsmönnum áhugaverðar bækur og fær til sín marga góða gesti í heimsókn. Það hefur fjölgað svo á undan gegnum árum að fundir klúbbsins voru færðir úr litla sal yfir í stærri salinn.

 

Viðburðarnefndin sér um opið hús en eitt af félagasamtökunum Lionsklúbbur Hafnarfjarðar hefur fylgt félaginu í 35 ár með skemmtun einu sinni á ári.

Opið hús hefur verið rauði þráðurinn í gegnum starfsemina og er enn haldið þó dögum hafi verið fækkað.

Opið hús er auglýst sérstaklega og hafa á árinu margir góðir gestir komið. Stórsveit Íslands hefur haldið hér frábæra tónleika en hún var að launa okkur velvild vegna húsnæðisvanda sem sveitin varð fyrir í í Covid. Þá hefur Úrval Útsýn boðið uppá skemmtun á kynningarkvöldi.

 

Þorrablót voru haldin hér á vegum stjórnarinnar allt fram til ársins 2006 en þá var ákveðið að kjósa þorrablótsnefnd. Þorrablótin hafa í gegnum árin verið vinsæl og vel sótt og hefur nefndin lagt sig fram um áhugavert þema úr bæjarlífinu og er þá húsnæðið skreytt í samræmi við það.

 

Kjaranefnd varð til á seinni árum. Samkvæmt 3.mgr. 2.gr. laga FEBH ber að gæta hagsmuna og réttinda eldra fólks í Hafnarfirði og er nefndin tilkomin til að standa undir því hlutverki.

 

Laganefndin er hverju félagi nauðsynleg eins og uppstillingarnefnd en báðar þessar nefndir skila ársstarfi sínu á þessum fundi.

 

Í félaginu í dag eru um 1.950 félagsmenn, þar af eru áttatíu og fimm  90 ára og eldri og af þeim eru þrír 100 ára gamlir. Til gamans má geta þess að á 20 ára afmæli félagsins 1988 voru félagar 306.

 

Þeir sem  á undan eru  gengir í starfi félagsins voru glaðlyndir dugnaðarforkar sem okkur ber að minnast með þakklæti og virðingu.

 

Allir sem leggja hönd á plóg í félagsstarfi eldri borgara í Hafnarfirði vinna að og skapa með störfum sínum velferð, lífsleikni, andlega og líkamlega næringu fyrir þá sem koma og njóta.

 

Ég vil fyrir mína hönd og stjórnarinnar þakka ykkur öllum félagsmönnum og starfsfólki ómetanlegt samstarf á árinu 2022.

 

Hafnarfirði, 23. mars 2023

 

Valgerður Sigurðardóttir formaður FEBH

 

 

Skýrsla stjórnar Félags eldri borgara í Hafnarfirði flutt á aðalfundi fimmtudaginn 23. mars 2023.

Á sunnudaginn 26.mars sl. voru 55. ár síðan Styrktarfélag aldraðra var stofnað. Í fyrstu lögum félagsins var stjórnin 7 manna eins og í dag en öll kosin til eins árs. Þá máttu félög og fyrirtæki ganga til liðs við félagið. Þá voru gjafir til félagsins frádráttabærar frá skatti þar sem samkvæmt 9. grein laga skyldu allir fjármunir félagsins kæmi til loka þess, ganga til ellideildar Sólvangs.

Það var þann dagsem 20 framsýnir Hafnfirðingar komu saman í Góðtemplarahúsinu við Suðurgötu til að stofna Styrktarfélag aldraðra.

Áður hafði hugmynd um slíkt félag komið upp á fundi hjá

Rotarýklúbbi Hafnarfjarðar. Tilgangur félagsins var að vinna að velferðarmálum eldri borgara og var unnið í samráði við bæjaryfirvöld um farsælustu leiðina frá byrjun. Styrktarfélag aldraðra var fyrsta félagið á landsvísu með velferð eldri borgara að leiðarljósi. Í fyrstu stjórn félagsins sátu: Jóhann Þorsteinsson formaður, Sigurborg Oddsdóttir varaformaður, Elín Jósepsdóttir ritari, Sverrir Magnússon gjaldkeri, og meðstjórnendur voru: Gísli Kristjánsson Oliver Steinn Jóhannesson og Ólafur Ólafsson og í varastjórn sátu: Björn Sveinbjörnsson og Eiríkur Pálsson.

Stofnendur lögðu mikla áherslu á góða samvinnu við Hafnarfjarðarbæ.  

 Þau sem komu að stofnuninni voru vel að sér í málefnum þeirra sem eldri voru á þeim tíma. Áhersla stofnenda var að fá fólk til að hittast, halda úti kaffisamsæti, fara í dagsferðir og auka á þann hátt félagslíf fólks. Þjóna fólki heima, byggja íbúðir og dvalarheimili. Fyrsti formaður félagsins Jóhann Þorsteinsson hafði kynnst heimaþjónustu fyrir eldra fólk erlendis og kynnti hana fyrir bæjaryfirvöldum  sem komu í kjölfarið á fyrstu heimilishjálpinni fyrir eldra fólk á Íslandi, hér í Hafnarfirði. Eitt af fyrstu verkum fyrstu stjórnar var að gera spjaldskrá yfir Hafnfirðinga 60 ára og eldri. Þann 1. desember árið 1968, stofnárið, voru 547 konur og karlar í bænum sem voru 67 ára og eldri og voru 11% af þeim á sjúkrahúsi eða dvalarheimili. Skráningin sýndi hve þörfin gæti orðið mikil þegar fram í sótti og var álitið að árið 1979 þyrftu 100 manns á sjúkra- eða dvalarheimilisdvöl að halda.

Þegar Hrafnista var formlega opnuð á bæjarmörkum Hafnarfjarðar og Garðabæjar  árið 1977 var það meðal annars vegna áhrifa frá stjórn félagsins að staðsetningin við Skjólvang í Hafnarfirði varð fyrir valinu. Á stjórnarfundi í júní  árið 1969 lagði Elín Jósepsdóttir til að félagið yrði að ýta á eftir því og fara þess á leit að næsti áfangi í byggingarmálum Sjómannadagsráðs verði í Hafnarfirði.

Íbúðarmál eldri borgara voru þeim líka huglæg eins og komið hefur fram og á árunum eftir 1970 var unnið að hönnun og byggingu húsa við Álfaskeið 64 en þar voru byggðar íbúðir fyrir eldri borgara en fyrstu íbúðirnar voru teknar í notkun árið 1978. 

Styrktarfélagi aldraðra bárust gjafir frá einstaklingum og félagasamtökum til stuðnings starfseminni. Guðlaugur Einarsson vistmaður á Sólvangi gaf félaginu leigulóð sína á Akurgerðisreit og keypti bærinn hana af félaginu á 130.000 krónur árið1969.

Hafnfirðingurinn, hinn almenni bæjarbúi var tilbúinn að leggja sitt að mörkum í sjálfboðavinnu til að velgengni félagsins gæti orðið sem mest og best, eldri borgurum í bænum til hagsbóta og velferðar. Fjáraflanir voru líka á vegum félagsmanna, basarar voru haldnir og gefin voru út minningarkort.

Frá haustinu 1969 stóð félagið fyrir skemmtun sem fékk heitið Opið hús þar sem spilað var á spil, spjallað, notið ýmissa fræðslu- og skemmtiþátta og veitinga. Hafnarfjarðarbær styrkti þennan hluta félagsstarfsins fjárhagslega á meðan hann var alfarið á hendi Styrktarfélags aldraðra. Frá árinu 1988 voru það félagasamtökin í bænum sem sáu um dagskrá og veitingar og skiptu skemmtuninni á milli sín yfir vetrarmánuðina. Nú er Opið hús á hendi Félags eldri borgara í Hafnarfirði en eitt af félagasamtökunum Lionsklúbbur Hafnarfjarðar hefur fylgt félaginu í 35 ár með skemmtun einu sinni á ári.

Ferðir innan félagsins hafa verið farnar um áratuga skeið og hefur fylgt félagsmönnum mikil ferðagleði.

Sumarorlofsferðir voru vinsælar og voru farnar á árunum frá 1976-2006 eða á 30 ára tímabili, mislangar þó en flestar voru vikuferðir og var margt skemmtilegt gert í þeim ferðum. Skemmtanir settar upp á kvöldvökum og fleira.

Starfsemin

Árið 1989 hafði félögum með sama markmið og Styrktarfélag aldraðra fjölgað hér á landi svo að stofnað var Landssamband eldri borgara. Var það á aðalfundi 12. mars 1992 eða 24 árum frá stofnun félagsins að nafninu var breytt í Félag eldri borgara í Hafnarfirði þegar félagið gekk til liðs við Landssambandið.

Gaflarakórinn tók til starfa árið 1994 þegar Ragnhildur Guðmundsdóttir þáverandi formaður ásamt 9 félögum stóð að tilveru hans. Kórinn var síðan formlega stofnaður 14. mars 1995.

Um aldamótin síðustu tóku margir til hjá sér hvort heldur félagasamtök eða einstaklingar og ákvað þá stjórn Félags eldri borgara hér í bæ að endurskoða lögin.   

Var þá bætt inn í 8. greinina um verkefni aðalfundar að kjósa í nefndir.

Var þá kosið í uppstillingarnefnd, ferðanefnd, dansleikjanefnd, laganefnd, menningarmálanefnd, spilanefnd, göngunefnd og íþróttanefnd.

 Síðan þá hafa bæst við fleiri nefndir samhliða fjölbreyttari dagskrá.

Félagið hélt úti starfsemi sinni víða í bænum í um 34 ár, þolinmóð, með vonir bundnar við framtíðarhúsnæði. Þau voru í  Gúttó, Íþróttahúsinu við Strandgötu, Víðistaðakirkju, Reykjavíkurvegi 50 og svo hér á Flatahrauni 3 en hingað flutti félagið formlega 23. febrúar 2002. Það skiptir gríðarlega miklu fyrir félagsstarfið að vera í öruggu húsnæði og búa við gott starfsfólk.

Nú á 55. starfsárinu er eins og aldrei hafi horfið frá þeim sem að starfinu koma, gleðin, áhuginn og dugnaðurinn við að halda úti svo öflugu og mikilvægu starfi sem Félag eldri borgara í Hafnarfirði stendur fyrir.

Nefndarstarfið er kjarninn í starfsemi félagsins.

Í stjórn og nefndum sitja 64 einstaklingar. Sumir í fleiri en einni nefnd og stjórnarfólk á sæti í nefndum sem er nauðsynleg tenging stjórnarinnar við starfsemi félagsins. Gissur Guðmundsson er í þorrablótsnefnd, Ingibjörg Guðmundsdóttir í viðburðanefnd, Ingvar Ingvarsson í bridge, Jóna Ósk Guðjónsdóttir í bókmenntaklúbbi, Sigurður Björgvinsson kjaranefnd, Þorsteinn Steinsson dansleikjanefnd og línudansi og Þórdís B. Kristinsdóttir laganefnd og viðburðarnefnd. Formaðurinn kemur að almennri starfsemi félagsins.

Þegar farið er yfir árið 2022 sem var 54. starfsár Félags eldri borgara í Hafnarfirði einkenndist það í byrjun af Covid faraldrinum.  Að auglýst dagskrá væri felld niður var orðið viðkvæði. Í febrúar kom Helga Ingólfsdóttir bæjarfulltrúi í heimsókn í Hraunsel til að sjá hversu ótrúlega og vel hafði tekist til að halda Covid frá Hraunseli með virkum sóttvörnum og mikilli vinnu því samhliða.

Í mars lauk svo öllum þeim takmörkunum á samkomum sem staðið höfðu með hléum í tvö ár.

Það kom vel í ljós þegar auglýst dagskrá stóðst að fólk hafði þörf til að fara út og vera innan um annað fólk, sækja sér félagsskap.  Húsfyllir var á opnu húsi Lionsmanna 23. mars 2022. Það sóttu margir ráðstefnu um húsnæðismál sem FEBH og Öldungaráð stóðu fyrir í sama mánuði og aðalfundur haldinn 24. mars var vel sóttur.

Fjölskylda Jóns Gunnarssonar listmála, færði félaginu að gjöf falleg verk eftir Jón sem prýða húsnæðið hér. Var þeim vel þakkað fyrir rausnarlega gjöf til félagsins sem við fáum svo sannarlega notið. Jón  var félagsmaður í félaginu.

Boðið var upp á nýja þjónustu frá Hafnarfjarðarbæ þar sem félagsmönnum gafst kostur á að hitta félagsráðgjafa og lögfræðing til skrafs og ráðagerða. Tímar voru settir upp á þriðjudögum fyrir hádegi og sóttu þjónustuna færri en við reiknuðum með.

Snjalltækjanámskeið var í boði í mars og var það vel sótt. Félagið  bauð á árinu upp á námskeið í stólayoga og Íslendingasögum sem Kristín Jónsdóttir sá um.

Dansinn fór að duna að nýju 1. apríl og voru góð böll haldin á árinu. Dansleikjanefndin hefur starfað formlega frá aldamótum og hefur danslistin fylgt félaginu frá upphafi.  Til viðbótar við dansleikjanefndina hefur bæst við nefnd um línudans sem sýnir áður nefnda aukna fjölbreytni í starfinu. Öll hreyfing innan FEBH nýtur aukinnar vinsælda.

 Mikil fjölgun hefur átt sér stað í mánudagsgönguhópnum sem gengur frá Haukahúsinu, en gönguhópur hefur fylgt félaginu um langan tíma enda útivist einn sá besti valkostur og fyrir flesta.

Dansleikfimin  Zumba hefur verið að ryðja sér til rúms síðust ár og er komið til að vera. Qi gong hefur verið stundað innan félagsins um langan tíma. Þar hefur átt sér stað mikil fjölgun enda æfingarnar uppbyggjandi endurnæring fyrir líkama og sál.

Vortónleikar Gaflarakórsins voru haldnir í maí fyrir fullu húsi.

Í maí var haldinn Landsfundur Landssambands eldri borgara hér í Hafnarfirði. Vorum við gestgjafar og var vel látið af allri aðstöðu og gestrisni hér.

Ferðanefndin fór á árinu í dagsferð um Borgarfjörð og Kaldadal sem allir voru ánægðir með. Dagsferðir njóta vinsælda. Frá árinu 2020 hafði staðið til að sigla á ánni Rín. Sú ferð var loks farin í maí 2022 og gerði stormandi lukku

Sumarlokun var frá 8. júlí til 8. ágúst

Stuðningur við félagið er mikils virði. Stærsti stuðningsaðili félagsins er Hafnarfjarðarbær. Borgar húsaleiguna  og leggur félaginu til þrjú og hálft stöðugildi.

Íslandsbanki styrkti félagið á árum áður en hætti því fyrir 3 árum síðan.

Flugger hefur verið félaginu styrktaraðili og fært okkur í tvígang góðar fjárhæðir.

Samningurinn við Flugger er sá að ef félagsmaður verslar málningu eða aðra vöru  og sýnir félagsskírteini við kaupin færist hluti af þeim afslætti sem hann nýtir með viðskiptunum inn til FEBH .

Nýtt námskeið í afritun og varðveislu hljóðrita kvikmynda og þáttagerð hófst sl. haust, Námskeiðið er í umsjá Halldórs Árna Sveinssonar en safn hans frá myndum úr bæjarlífinu því 1982 er grundvöllur námskeiðsins.

Brúkum bekki.Á vorfundi Öldungaráðs Hafnarfjarðar 5. maí 2012 var undirritað samkomulag um verkefnið, „Brúkum bekki“, milli Öldungaráðs, FEBH, Félag sjúkraþjálfara og Hafnarfjarðarbæjar. Markmiðið er að stuðla að aukinni hreyfingu eldri borgara og gera þeim kleift að fara út að ganga og geta sest niður á bekki og þannig aukið á gæði hreyfingar í sínu nærumhverfi. Útbúið var kort af bænum sem sýnir allar gönguleiðir þar sem bekkir eru með 250 m til 300 m á milli bekkja. Hægt er að segja að í Hafnarfirði sé stutt í næsta bekk.

Hafnarborg setti upp á árinu fræðslustund fyrir eldri borgara sem nefnt hefur verið Sjónarhorn. Félag eldri borgara hefur gert samning við Hafnarfborg um að setja hér upp myndir í eigu safnsins, skipta þeim út með reglulegu millibili  þannig að félagsmenn fái notið listarinnar.

Hverfum aftur að nefndarstörfum.

Íþróttanefndin hefur breytt um yfirskrift og verið sett í tvær nefndir, Púttnefnd og Billjard – Bocchia og pílu. Þar er eins og annarsstaðar fjölgun sérstaklega í púttinu og pílunni. Púttið hefur verið með mót sem hafa vakið athygli og hafa konur bæst þar í hópinn. Píluskáparnir eru orðnir þrír enda mikil vinsældaraukning í íþróttinni.

Spilanefndin var innan stjórnar í byrjun eins og þær nefndir sem formlega var kosið í árið 2000. Spilað var í Gúttó í opnu húsi. Spilanefndin hefur breyst í tímans rás. Fólk vill spila félagsvist aðrir bingó en bingóið er nú komið í tölvu og gamla snúningskarfan horfin. Eftir þessu hefur verið tekið og hefur verið leitað til félagsins eftir upplýsingum um slíka snilldartækni.

Nú er kosið í 3 nefndir  bridge, bingó og vist. Spilin eru vel sótt og hefur fjölgað í spilum í gegnum árin en samt vantar aðeins upp á þann fjölda sem spilaði fyrir Covid en það kemur.

 Bókmenntaklúbbur, bókmenntanefnd  ásamt viðburðarnefndinni  er gamla menningarmálanefndin.

Bókmenntaklúbburinn sér um að kynna fyrir félagsmönnum áhugaverðar bækur og fær til sín marga góða gesti í heimsókn. Það hefur fjölgað svo á undan gegnum árum að fundir klúbbsins voru færðir úr litla sal yfir í stærri salinn.

Viðburðarnefndin sér um opið hús en eitt af félagasamtökunum Lionsklúbbur Hafnarfjarðar hefur fylgt félaginu í 35 ár með skemmtun einu sinni á ári.

Opið hús hefur verið rauði þráðurinn í gegnum starfsemina og er enn haldið þó dögum hafi verið fækkað.

Opið hús er auglýst sérstaklega og hafa á árinu margir góðir gestir komið. Stórsveit Íslands hefur haldið hér frábæra tónleika en hún var að launa okkur velvild vegna húsnæðisvanda sem sveitin varð fyrir í í Covid. Þá hefur Úrval Útsýn boðið uppá skemmtun á kynningarkvöldi.

Þorrablót voru haldin hér á vegum stjórnarinnar allt fram til ársins 2006 en þá var ákveðið að kjósa þorrablótsnefnd. Þorrablótin hafa í gegnum árin verið vinsæl og vel sótt og hefur nefndin lagt sig fram um áhugavert þema úr bæjarlífinu og er þá húsnæðið skreytt í samræmi við það.

Kjaranefnd varð til á seinni árum. Samkvæmt 3.mgr. 2.gr. laga FEBH ber að gæta hagsmuna og réttinda eldra fólks í Hafnarfirði og er nefndin tilkomin til að standa undir því hlutverki.

Laganefndin er hverju félagi nauðsynleg eins og uppstillingarnefnd en báðar þessar nefndir skila ársstarfi sínu á þessum fundi.

Í félaginu í dag eru um 1.950 félagsmenn, þar af eru áttatíu og fimm  90 ára og eldri og af þeim eru þrír 100 ára gamlir. Til gamans má geta þess að á 20 ára afmæli félagsins 1988 voru félagar 306.

Þeir sem  á undan eru  gengir í starfi félagsins voru glaðlyndir dugnaðarforkar sem okkur ber að minnast með þakklæti og virðingu.

Allir sem leggja hönd á plóg í félagsstarfi eldri borgara í Hafnarfirði vinna að og skapa með störfum sínum velferð, lífsleikni, andlega og líkamlega næringu fyrir þá sem koma og njóta.

Ég vil fyrir mína hönd og stjórnarinnar þakka ykkur öllum félagsmönnum og starfsfólki ómetanlegt samstarf á árinu 2022.

Hafnarfirði, 23. mars 2023

Valgerður Sigurðardóttir formaður FEBH