OPIÐ HÚS Í HRAUNSELI 9. FEBRÚAR

Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Fimmtudaginn 9. febrúar nk. kl.13.30. verður gestur okkar í Hraunseli Flatahrauni 3, Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur og prófessor emeritus við Háskóla Íslands. Ólafur er meðal annars kunnur fyrir einstaka þekkingu á sögu stjórnmála og hefur um langt árabil verið leitað til hans með að skýra stöðuna, þegar tölur berast í kosningasjónvarpi RUV.

Fjölmennum og njótum skemmtilegrar stundar.
Húsið opnar kl. 13.00

Veitingar seldar á vægu verði en kaffi er í boði félagsins.

Stjórnin

Deila frétt