Opið hús hjá Félagi eldri borgara í Hafnarfirði

Jónatan

Fimmtudaginn 3. nóvember nk. kl.13.30. verður gestur okkar í Hraunseli Flatahrauni 3, Jónatan Garðarsson dagskrárgerðarmaður á RUV og formaður Skógræktarfélags Íslands. Jónatan er meðal annars þekktur fyrir einstaka þekkingu á sögu og náttúru umhverfis okkar. Fjölmennum og njótum skemmtilegrar stundar. Veitingar seldar á vægu verði en kaffi er í boði félagsins.

Stjórnin

Deila frétt