Námskeið sem beðið hefur verið eftir! – Námskeið í tálgun

Share on facebook
Share on email
Share on print

Boðið er upp á námskeið í tálgun í smíðastofunni á jarðhæð Hjallabrautar 33, næstkomandi 4 mánudaga, 11.,18.,25., mars og 1. apríl. Hvert námskeið stendur frá kl. 13.00-15.30.
Kennari verður Valdór Bóasson en hann er þaulreyndur á þessu sviði.
Jón Ólafsson verður honum til aðstoðar.
Námskeiðsgjald er kr. 6.000.-, auk þess sem hægt verður að kaupa efni í gripina eftir þörfum.
Viðmið fjölda á námskeiði er 10 manns.
Hægt er að mæta með eigin tálguhnífa en hnífar verða til sölu á staðnum.
Nánari upplýsingar og skráning verður í Hraunseli Flatahrauni 3 og í síma 555-0142.

Deila frétt

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin
Share on email
Share on print