Glæsilegt þriggja morgna starfslokanámskeið

Share on facebook
Share on email
Share on print

Glæsilegt þriggja morgna starfslokanámskeið
í boði Landssambands eldri borgara.

Verður haldið mánudaginn 22. febrúar, miðvikudaginn 24. febrúar og mánudaginn 1. mars nk. í Hraunseli Flatahrauni 3.

Dagskrá: Að nýta bestu ár ævinnar.

Markmið námskeiðsins er að hjálpa fólki að undirbúa starfslok vegna aldurs og aðlaga sig að breyttu lífsmynstri og stuðla að innihaldsríku lífi að starfi loknu.

Námskeiðið er grunnur þekkingar um þá möguleika og valkosti sem þessi tímamót bjóða upp á, sem viðkoma næringu, hugarfari eða fjárhagsstöðu fólks.

Í grunninn, þá snýst þetta námskeið um að lifa og læra að lifa lífinu lifandi.

HLUTI 1: LÍKAMINN, HEILSAN OG NÆRING

Farið er yfir helstu mýtur í næringarfræðinni og síðan skoðum við sérstaklega hver raunverulegur grunnur að mataræði okkar getur verið!

HLUTI 2: RÉTTINDI OG SÉRKJÖR

Í þessum hluta kemur inn landslið gestafyrirlesara, sem mun meðal annars fara yfir almenn fjármál, líkt og lífeyrissparnað, séreignasparnað og greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins. Ásamt því verða réttindi og afslættir skoðuð, sem fylgja starfslokum.

HLUTI 3: HVATNING, VIÐHORF OG MARKMIÐASETNING

Farið verður í það helsta sem viðkemur markmiðasetningu, hvað skiptir mestu máli til að hvert og eitt okkar lifi sínu lífi til fulls. Og umfram allt, hvað myndir þú gera í dag…ef þú vissir ekki hvað þú værir gamall/gömul?

Skráning fer fram í síma: 555-0142 – Hraunsel.

Sjá nánar hér

Deila frétt

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin
Share on email
Share on print