Minning Kjartans Jóhannssonar

Kjartan Jóhannsson
Share on facebook
Share on email
Share on print

Kjartan Jóhannsson fyrrverandi formaður félags eldri borgara í Hafnarfirði er látinn. Hann tók við formennsku í félaginu við andlát föður síns Jóhanns Þorsteinssonar árið 1976 og gengdi formennsku til ársins 1979.

 Það var félaginu styrkur að fá hann í formennsku á fyrsta áratug félagsins en þar lagði hann mikinn metnað til starfsins. 

Þrátt fyrir veikindi kom Kjartan og átti með fyrrverandi formönnum og undirritaðri skemmtilega stund í tilefni að 50 ára afmæli félagsins árið 2018. Með samfundi fyrrum formanna fékk gleðin notið sín og minningar liðinna tíma að líða um loft og sali í Hraunseli. Slíkar stundir eru ómetanlega yndislegar og þroskandi þeim sem taka þátt og hlusta.

 Félag eldri borgara í Hafnarfirði minnist Kjartans Jóhannssonar með virðingu og þakklæti fyrir hans ómetanlega starf, ánægjulega samveru og góðar stundir.

 Við vottum eftirlifandi eiginkonu, dóttur og fjölskyldu hugheila samúð.

Fyrir hönd félags eldri borgara í Hafnarfirði,

Valgerður Sigurðardóttir

Deila frétt

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin
Share on email
Share on print