Krýsuvík, Eyrarbakki, Stokkseyri, Flóinn 9. Júlí 2020

Share on facebook
Share on email
Share on print

Lagt af stað klukkan 09:00 frá Hafnarfjarðarkirkju og ekið um Krýsuvíkurleið til Krýsuvíkur þar sem við lítum á Hverasvæðið.

Þaðan ökum við síðan Suðurstrandarveg um Herdísarvík og að Strandakirkju og litumst um. Síðan liggur leiðin um Eyarbakka til Stokkseyrar þar sem við skoðum Veiðisafnið. Að því loknu er síðan rennt á Selfoss þar sem veglegt hádegisverðarhlaðborð bíður okkar.

Eftir matinn ökum síðan um Flóann fram hjá Knarrarósvita og rjómabúinu á Baugstöðum og stönzum við Urriðafoss.

Að því loknu ökum við skemmstu leið heim um Hellisheiði.

Verð á mann: 7.100,-

Innifalið í verið er akstur með leiðsögn, heimsókn í Veiðisafnið og hádegisverðarhlaðborð á Selfossi.

Verð miðast við að lágmarki 30 manns.

Hámarksfjöldi er 40 manns, sem miðast við tilmæli landlæknisembættis.

Fyrstir koma fyrstir fá.

Deila frétt

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin
Share on email
Share on print