Jólaferð til Brugge og Brussel með FEB í Hafnarfirði 29.11. – 02.12. 2019

Share on facebook
Share on email
Share on print

Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar ehf.
Vesturör 34, 200 Kópavogur Sími: 520 5200
Netfang: outgoing@gjtravel.is, veffang: www.ferdir.is

29.11. Flogið til Brussel með FI554 kl. 07:40, lent kl. 11:50 og ekið þaðan til Brugge. Brugge, er einstaklega heillandi og fögur borg í flæmskumælandi hluta Belgíu. Borgin var á síðmiðöldum ein helzta hafnar- og viðskiptaborg Evrópu en glataði síðar stöðu sinni. Því standa þar enn í dag glæsibyggingar frá blómatíma borgarinnar sem hafa nú hlotið verðskuldaða athygli og viðhald. Á aðventunni er skemmtilegur jólamarkaður á aðaltorgi borgarinnar og aðliggjandi götum. Kvöldverður á hóteli

30.11. Lagt af stað klukkan 09:30 í dagsferð  til Brussel og litið á nokkur kennileiti borgarinnar. Stutt gönguferð um miðbæinn og litið á Ráðhústorgið, Grand Place, sem er umlukið fögrum, gömlum byggingum og Manneken-Pis, sem er ein þekktasta stytta í Evrópu . Að öðru leyti er dagurinn frjáls. Brussel er heimsborg að fornu og nýju og hefur upp á margt að bjóða og Belgar eru þekktir fyrir góðan mat, gott og fjölbreytt öl og fyrsta flokks súkkulaði. Í Brussel er einnig að finna fjölda verzlana, kaffihúsa og áhugaverðra staða. Í Brussel er einnig skemmtilegur jólamarkaður og er síðdegið frjálst fyrir þá sem vilja skoða hann. Sameiginlegur kvöldverður á veitingastað í Brussel áður en haldið er af stað til Brugge.

01.12. Frjáls dagur í Brugge. Sameiginlegur kvöldverður á hóteli.

02.12.Ekið um klukkan 09:00 til Brussel þaðan sem flogið verður heim með FI555 klukkan 12:50 og lent í Keflavík kl.15:20.


Verð á mann í tvíbýli 122.500.-
Aukagjald vegna einsmannsherbergis 20.500
Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, gisting í tveggjamanna
herbergi með morgunmat og kvöldverði, allur akstur samkvæmt
lýsingu og íslenzk fararstjórn.
Verð miðast við gengi og forsendur 20.06. 2019 og 30 manna hóp.
Hvað aðra skilmála varðar vísast í „almenna ferðaskilmála“ á heimasíðu okkar ferdir.is

Deila frétt

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin
Share on email
Share on print