Heimsókn til Félags eldri borgara á Suðurnesjum.

reykjanesbaet-BERGID

Félagi eldri borgara í Hafnarfirði er boðið til félaga sinna á Suðurnesjum fimmtudaginn 2. febrúar 2023.

Farið verður frá Hraunseli þann dag kl. 12.15.

Formaður Guðrún Eyjólfsdóttir tekur á móti okkur og verður keyrt um Suðurnesin, gömlu Keflavík, Garð og Sandgerði. Kaffiveitingar í boði Suðurnesjamanna, söngur og spjall.

Skráning í ferðina hefst mánudaginn 30. janúar kl. 08.00. og lýkur í lok þriðjudagsins 31. janúar kl. 16.00. Skráning í síma 555-0142 og í Hraunseli.

Verð á ferðinni liggur ekki fyrir, fer eftir fjölda félagsmanna og gesta en verður haldið í lágmarki.

Stjórnin 

Deila frétt