Fréttabréf Félags eldri borgara í Hafnarfirði í febrúar 2023

mynd af hraunsli


Félagið 55 ára –  Stafræn félagsskírteini nýr valkostur.

Þann 26. mars nk. verða 55 ár frá stofnun félagsins og í tilefni merkra tímamóta verða stafræn skírteini tekin upp sem nýr og viðbótar valkostur í útgáfu félagsskírteina hjá Félagi eldri borgara í Hafnarfirði.
Félagsskírteini Félags eldri borgara hafa um langt árabil verið gefin út sem plastskírteini og verður svo áfram fyrir þá sem þess óska. Nú bjóðum við nýjan valkost sem er stafrænt skírteini í símann.


Félagsgjald á leið í heimabankann.
Nú er verið að senda út félagsgjaldið fyrir árið 2023 og mun það birtast í heimabanka þínum. Árgjaldið fyrir árið 2023 er 3.000 kr.

Þegar félagsgjaldið hefur verið greitt er hægt að nálgast félagsskírteinið stafrænt í símann eða á skrifstofu félagsins Flatahrauni 3 alla virka daga frá kl. 08.00 – 16.00.

Aðalfundur FEBH  

Verður haldinn fimmtudaginn 23. mars 2023 kl. 13.30 í Hraunseli.
Félagsmenn eru hvattir til að setja like á Facebooksíðu félagsins
„Félag eldri borgara í Hafnarfirði“ og fá á þann hátt tilkynningu um allt sem er á döfinni og skoða heimasíðuna febh.is

Deila frétt