Lilja Margrét Olsen, héraðsdómslögmaður heldur fræðslufund um erfðamál fyrir félaga í Félagi eldri borgara í Hafnarfirði.
Fundurinn verður haldinn þann 6. febrúar kl. 14
í Hraunseli, Flatahrauni 3.
Farið verður yfir helstu álitamál á borð við:
- Þarf ég að gera erfðaskrá?
- Erfist lífeyrir minn?
- Hvað er erfðafjárskattur hár?
- Hvað er fyrirfram greiddur arfur?
- Hvernig get ég tryggt að maki minn sitji í óskiptu búi eftir minn dag?
- Hvernig get ég tryggt að arfur eftir mig verði séreign barna minna?