til Norður Ítalíu 20.05. – 25.05. 2023 á vegum ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar ehf.
20.05. Ekið klukkan 05:30 frá Hafnarfjarðarkirkju til Keflavíkur og flogið með flugi Flugleiða FI-590 klukkan 08:30 til Milano. Lent þar um klukkan 14:45. Þaðan er ekið að bænum Stresa við Maggiore vatnið, sem er næststærsta stöðuvatn Ítalíu og liggur bæði í Ítalíu og Sviss. Þar gistum við næstu fimm nætur á Hótel Regina Palace, sem er meira en 100 ára gamalt glæsihótel, sem hýst hefur kóngafólk og auðmenn og leikara og listamenn allt fram á okkar daga. Kvöldverður á hóteli.
21.05. Skoðunarferð til Mílanó þar sem litið verður á helztu kennileiti s.s. óperuhúsið fræga la Scala og Dómkirkjuna. Síðan verður gefinn góður frjáls tími til að skoða sig um í þessari næststærstu borg Ítalíu. Kvöldverður á hóteli.
22.05. Frjáls dagur í Stresa. Tilvalinn til þess að eyða í göngu meðfram vatninu, sitja á kaffihúsi og kynnast heimamönnum. Kvöldverður á hóteli
23.05. Dagsferð til Sviss.Ekið eftir Lago Maggionre og m.a. komið við í Locarno, sem oft er kölluð „svissneska Monte Carlo“ og Bellinzona. Kvöldverður á hóteli.
24.05. Dagsferð á Maggiore-vatni. Farið verður á siglingu á vatninu til Borromeo eyjanna og og tekið land á helztu eyjunum. Kvöldverður á hóteli.
25.05. Brottför frá hóteli kl 12:00 og ekið til Malpensaflugvallar. Flogið heim með FI-591 klukkan 15:45 og lent í Keflavík klukkan 18:00. Ekið þaðan til Hafnarfjarðar.
Verð á mann: 242.900
Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, gisting í tveggjamanna herbergi, ½ fæði (morgunverður og kvöldverðir), allur akstur og skoðunarferðir samkvæmt lýsingu, sigling á Maggiorevatni og íslensk fararstjón.
Aukagjald fyrir einsmannsherbergi: 55.800
Verð miðast við gengi og forsendur 15.11. 2022 og 35 manna hóp.
Hvað aðra skilmála varðar vísast í “almenna skilmála” á heimasíðu okkar ferdir.is
Skráning í síms 555-0142 eða í Félagsmiðstöð FEBH Flatahrauni 3.