Ferð Félags eldri borgara í Hafnarfirði til Berlínar

berlín 1

17.-21. apríl 2024

17.04.        Flogið með FI-528 klukkan 07:35 til Berlínar og lent þar klukkan 13:10.

Berlín höfuðborgar Þýzkalands. Þegar þangað kemur verður farið í stutta skoðunarferð um borgina. Berlín er sú borg Evrópu sem er í hvað örustum vexti. Þetta er svipmikil borg með litríka sögu að baki. Hún var eitt sinn höfuðborg Brandenborgar og síðar Prússlands. Á árunum 1871 til 1945 var hún höfuðborg sameinaðs Þýzkalands og það hlutverk sitt enduheimti hún svo árið 1990. Berlín var að miklu leyti í rúst eftir hildarleik seinni heimsstyrjaldar og undir lok hennar laust herjum Þjóðverja og Sovétmanna saman á götum borgarinnar en nú hefur hún að mestu verið endurreist. Á síðustu öld var borginni skipt með múr milli tveggja ríkja, tveggja hugsjóna og tveggja stórvelda í tæpa þrjá áratugi og má enn sjá merki þessara skiptingar þó þau fari hverfandi. Að skoðunarferð lokinni er haldið á Hotel Park Inn Radisson, þar sem gist verður næstu 4 nætur. Sameiginlegur kvöldverður.                        

18.04.  Frjáls dagur í Berlín. Boðið verður upp á gönguferð um gamla miðbæinn, Mitte, fyrir hádegi.

19.04.  Dagsferð til Szczecin í Póllandi. Szczecin er falleg gömul hafnarborg, sem á sér langa og litríka sögu. Við lok seinni heimstyrjaldar var miðbær borgarinnar rústir einar eftir stríðsátökin, en í dag hefur hann verið endurbyggður í anda gömlu borgarinnar. Sameiginlegur kvöldverður

20.04.  Ferð til Potsdam. Borgin er höfuðborg sambandslandsins Brandenborgar og var á sínum tíma aðsetur konunga Prússlands og síðar keisara Þýzkalands. Þar byggðu þeir hallir sínar eins og t.d. Sanssouci, höll Friðriks mikla og Cecilienhof, þar sem leiðtogar bandamanna komu saman að lokinni seinni heimsstyrjöld til þess að ræða skiptingu Þýzkalands. Undir lok dags verður farið í siglingu á ánni Spree. Sameiginlegur kvöldverður.

21.04.  Heimferðardagur. Haldið af stað frá hóteli út á flugvöll fyrir hádegi. Brottför með FI-529 kl. 14:10 og lent í Keflavík klukkan 15:50.

Verð á mann: 189.900,–
Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, gisting í tveggjamanna herbergi,morgunverður, kvöldverður, allur akstur og ferðir eins og í lýsingu og íslensk fararstjórn.

Aukagjald fyrir einstaklingsherbergi 36.700.-
Verð miðast við forsendur og gengi 20.11.2023 og 30 farþega.

Skráning í síma 555-0142 eða í Hraunseli.          

Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar ehf.
Vestrurvör 34, 200 Kópavogur Sími: 520 5200
Netfang: outgoing@gjtravel.is, veffang: www.ferdir.is

                          

         

Deila frétt