FÉLAGSAÐILD OG ÁRGJALD

Félagsgjald er nú 3000 kr. og er innheimt einu sinni á ári.
Rétt til þess að gerast félagsmaður á sá er náð hefur 60 ára aldri eða eftirlaunaaldri hafi hann náð honum fyrr og einnig maki hans þó yngri sé.

Einstaklingar, félög, fyrirtæki og stofnanir geta orðið styrktaraðilar og samstarfsaðilar.

Félagar 90 ára og eldri greiða ekki félagsgjöld.

Þeir sem sinna trúnaðarstörfum fyrir félagið skulu vera fullgildir félagsmenn í Félagi eldri borgara í Hafnarfirði.