You are currently viewing Námskeið í Laxdæla sögu

Námskeið í Laxdæla sögu

When:
12. nóvember, 2021 @ 09:30 – 11:30
2021-11-12T09:30:00+00:00
2021-11-12T11:30:00+00:00
Námskeið í Laxdæla sögu

Laxdæla er ein af perlum íslenskra bókmennta. Ást, afbrýði og metnaður hafa afdrifarík áhrif á söguna og djúpar tilfinningar og heitar ástríður leiða persónurnar í ógöngur. Þar er beitt blóðhefnd til að vernda sæmd manna en þjóðin stendur á tímamótum af því að kristin gildi ryðja sér til rúms. Sumir telja Laxdælu einu Íslendingasöguna sem hugsanlega gæti verið rituð af konu.

Kristín Jónsdóttir íslenskufræðingur heldur námskeið um Laxdæla sögu í Hraunseli, Flatahrauni 3, Hf.,  15. október- 3. desember 2021.

Nánari upplýsingar:

  • Tímarnir verða kl. 9:30-11:30 á föstudögum, 8 skipti.
  • Kennsla hefst föstudaginn 15. október.
  • Skráning á námskeiðið er í Hraunseli, sími 555-0142 eða hjá Kristínu, kristinj@mr.is, sími 891-8839.
  • Kostnaður: Einstaklingur: 15.000 krónur, hjón: 25.000 krónur. Greiðist beint til kennarans.