Dagsferð um Kaldadal og Borgarfjörð 22. ágúst 2022
Ekið klukkan 09:00 frá Hafnarfjarðarkirkju til Þingvalla þar sem farið verður í stutta göngu upp Almannagjá og síðan upp á Lögberg.
Þaðan er ekið um Kaldadal í Borgarfjörð, stansað í Húsafelli og síðan haldið að Hraunfossum þar sem snæddur er hádegisverður.
Eftir máltíðina er svo ekið í Reykholt og gengið að Snorralaug en síðan haldið að Deildatunguhver og litið á þennan vatnsmesta hver í Evrópu.
Að lokum ökum við svo heimleiðis yfir Dragann og um Hvalfjörðinn.
Verð á mann er 12.500,-
Innifalið í verði er allur akstur og hádegisverður við Hraunfossa.
Lágmarksfjöldi er 30 manns.
Áætluð heimkoma milli kl. 18:00 og 19:00
Skráning eftir 8. ágúst í síma 555-0142 eða á skrifstofu Hraunsels.