Dr. Eve M. Preston heldur fyrirlestur um sálfræði þakklætis í Hraunseli Flatahrauni 3, fimmtudaginn 3. janúar n.k. kl. 13.30

dr-eve2
Share on facebook
Share on email
Share on print

Fimmtudaginn 3. janúar n.k. kl.13.30 mun bandaríski sálfræðingurinn dr. Eve Markowitz fjalla um sálfræði þakklætis og gildi þess. Í fyrirlestrinum fjallar hún um hvernig breyting á hugarfari og ástundun getur aukið hamingju um allt að fjórðung. Rannsóknir sýna að það að sýna þakklæti getur hjálpað fólki bæði andlega og líkamlega, aukið orku, ýtt undir bjartsýni, bætt félagsleg tengsl og jafnvel dregið úr verkjum.
Eve M. Preston mun í fyrirlestrinum kynna aðferðir sem allir geta notað. Hún hvetur að auki áhorfendur sína til að taka þátt með spurningum og reynslusögum.
Eve M. Preston er sálfræðingur frá New York. Í sálrænum meðferðum hefur hún sérstakan áhuga á heilbrigðri öldrun og reiðistjórnun.
Fyrirlesturinn fer fram á ensku.

Deila frétt

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin
Share on email
Share on print
Loka valmynd
Breyta leturstærð