Danshátíð eldri borgara

Share on facebook
Share on email
Share on print

Í Hafnarfirði er mjög öflugt starf eldri borgara, en félagið FEBH er elsta félag sinnar tegundar á landinu. Fagnaði 50 ára afmæli á síðasta ári. Og nú stendur fyrir dyrum mikil danshátíð.

Undanfarin fimm ár hefur verið starfandi öflugur hópur sem stundar dansleikfimi tvisvar í viku, allt að 70 konur og tveir karlar. Hefur fagnaðarerindið borist nágrannasveitarfélögunum og eru byrjendahópar komnir á laggirnar í Garðabæ og Reykjavík. Og nú stendur til að safna þessum hópum saman í mikla danshátið hér í Hafnarfirði og reiknum við með allt að 100 dansandi manns.

Hátíðin fer fram í Kaplakrika – sal sem heitir Sjónarhóll fimmtudaginn 9. maí nk., og hefst kl. 10.00 árdegis. Reiknum við með að tjúttið sjálft standi yfir í 20-30 mínútur. (Venjulegur tími hjá okkur stendur amk. í 50 mínútur).

Að því loknu býður FEBH upp á kaffi, kleinur og skraf.

Við erum mjög montin af þessu starfi okkar, með frábæra unga konu sem kennara, og langar til að vekja athygli á því.

Einnig má benda á að Hafnarfjörður er heilsueflandi bær og hér er boðið uppá merkilegt og frábært „íþróttastarf“ fyrir 65+ ára undir dyggri stjórn dr. Janusar Guðlaugssonar og tveggja íþróttafræðinga, sem um 200 manns stundar (ekki alveg með fjöldann á hreinu).

Með von um að þið sjáið ykkur fært að koma og jafnvel taka þátt, sjá gleðina, vináttuna og árangurinn sem dansleikfimin hefur skilað okkur.

Bestu kveðjur,

Deila frétt

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin
Share on email
Share on print