Dagsferð til Flúða og í Skálholt 2. júlí 2020

Share on facebook
Share on email
Share on print

Lagt af stað frá Hafnarfjarðarkirkju klukkan 10:00 og ekið þaðan austur fyrir Fjall og til Flúða.

Þar fáum við kynningu á starfsemi Flúðasveppa áður en við setjumst niður og gæðum okkur á sælkerahlaðborði þar sem sveppir eru aðalhráefnið.

Eftir hádegisverðinn er síðan haldið til Skálholts þar sem við skoðum kirkjuna og lítum yfir fornleifauppgröftinn, sem þar er verið að vinna við.

Síðan verður haldið heim um Grímsnes og Nesjavallaleið.

Verð á mann: 6.900,-

Innifalið í verið er akstur með leiðsögn, heimsókn til Flúðasveppa, hádegisverðarhlaðborð á Flúðum og heimsókn í Skálholt.

Deila frétt

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin
Share on email
Share on print