Afsláttarappið Torgið

Leiðbeiningar

Allir afslættirnir, sem eru í Afsláttarbókinni 2022 eru líka aðgengilegir í gegnum Afsláttarappið Torgið.

Hægt er að nálgast appið bæði í App store fyrir iPhone og iPad notendur, og í Play store fyrir notendur sem hafa Android síma eða Android spjaldtölvu.
Eða með því að smella á þennan tengil: Sækja appið

Smelltu á tengilinn hér fyrir neðan til að opna leiðbeiningar um uppsetningu og notkun appsins:

Afsláttarappið Torgið – Leiðbeiningar

Sérðu ekki LEB afslættina í appinu, eftir að þú ert búinn að setja appið upp í símanum?

Athugaðu þá eftirfarandi atriði:

Rafræn skilríki (kennitala, símanúmer)
Skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum. Ef þú ert búin að greiða félagsgjöldin til þíns félags, þá áttu að fá aðgang sjálfkrafa.
Athugaðu, að þú gætir þurft að skrá þig út og skrá þig aftur inn ef þú sérð enga kennitölu í reitnum Kennitala í Stillingum.

Netfang
Ef þú hefur ekki fengið aðgang að LEB hópnum, prófaðu að skrá og staðfesta netfangið þitt.*
Ef þú sérð þetta merki við netfangið þitt í Stillingum  , þá þarftu að staðfesta netfangið þitt.
Ef eftirfarandi merki birtist:  , þá er netfangið þitt staðfest.
Þegar þú hefur staðfest netfangið þitt, þá færðu aðgang að LEB hópnum og LEB afsláttunum.

Sérðu LEB hópinn þinn og afslættina samt ekki?
Vinsamlega hafðu samband við þitt félag eldri borgara ef þú sérð ekki LEB afslættina í appinu.
Félagið þitt þarf að merkja þig sem virkan félagsmann inn í appinu, til þess að þú sjáir LEB afslættina. Það er gert eftir að þú hefur greitt félagsgjöldin til félagsins.

Upplýsingar frá Torginu um APPið: