AÐVENTUFERÐ TIL KAUPMANNAHAFNAR

Share on facebook
Share on email
Share on print

AÐVENTUFERÐ TIL KAUPMANNAHAFNAR 27 TIL 30 NÓVEMBER 2020.
FARARSTJÓRI:  LILJA HILMARSDÓTTIR.

Ferðaskrifstofan Betri ferðir og Félag Eldri borgara í Hafnarfirði bjóða upp á  aðventuferð til Kaupmannahafnar 27 til 30 nóvember. 

Á þessum tíma er borgin komin í jólafötin og yndislegar jólaskreytingar um alla borg, tónlistin ómar og aðventan skartar sínu fegursta. Jólamarkaðir bjóða fallegan varning til sölu tengdan jólum og jólaglögg er alltaf til staðar.  Fáar borgir eru jafn glæsilegar á aðventunni og Kaupmannahöfn.

Jólatónleikar létta lundina og sjálfsagt að skoða þann möguleika nánar.  Fararstjóri verður með uppástungur þegar nær dregur.

Flogið með Icelandair kl. 7.40 og rúta bíður farþega og ekur á hótel WAKEUP BORGERGADE, sem er mjög vinsælt og þrifalegt hótel á besta stað í borginni steinsnar frá STRIKINU.  Afbragðs morgunverður og yfir máta hreinleg herbergi.

Þegar búið er að dusta af sér ferðarykið, þá er farið í vettvangskönnun og nánasta umhverfi skoðað.  Kvöldið frjálst.  Á meðan á dvölinni stendur verður farið í létta og fróðlega gönguferð á Íslendingaslóðir. Einnig sameiginlega út að borða á svonefndan “Julefrokost” einkennandi danskt jólaborð. Síðan er mjög spennandi að fara í siglingu og gengið verður líka út í Jónshús og fleira skemmtilegt.

Heimferð er svo 30 nóvember og lagt verður af stað frá hóteli kl. 18.30 með áætlunarbifreið.

Verð á mann í tvíbýli er kr. 98.900 og innifalið er flug með sköttum, 20 kg tösku og 10 kg handfarangri, akstur til og frá flugvelli, gisting í þrjár nætur á Wakeup Borgergade með morgunverði, gönguferð um Íslendingaslóðir og önnur fararstjórn. “Julefrokost” er ekki innifalinn í verði.

Endilega ef spurningar vakna sendið póst á lilja@betriferdir.is

Hlýjar kveðjur, Lilja Hilmarsdóttir.

Deila frétt

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin
Share on email
Share on print