Aðventuferð til Dublin – Félag Eldri Borgara í Hafnarfirði

dublin

Dublinarbúar hefja jólavertíð sína seinnipartinn í nóvember þegar jólaljósin eru tendruð og þá er skellt í líflega og skrautlega skrúðgöngu. Jólaljósin skína fram á þrettándann í byrjun nýs árs. Um leið og jólaandinn breiðir úr sér yfir borgina lifnar yfir verslunum, götusölum og útilistamönnum, veitingahúsum og pöbbum. Vinaleg stemning og sérlega indæl borg á aðventunni. Flogið er með morgunflugi Icelandair. Tvö frábær hótel eru í boði í þessari ferð, Academy Plaza og Address Connolly sem bæði eru vel staðsett 4 stjörnu hóteli í miðbæ Dublin. Flug heim á sunnudegi.

Innifalið í ferðinni – Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 3 nætur á 4 stjörnu gistingu með morgunverði, íslensk fararstjórn, og akstur til og frá flugvelli.

 FLUG MEÐ Icelandair til Dublin

KEF-DUB fimmtudagur 23. nóvember kl. 7:45-10:20

DUB-KEF sunnudagur 26. nóvember kl. 11:30-14:10

HÓTEL Academy Plaza Hotel 4*
Verð á mann Tvíbýli: 129.900.
Verð á mann Einbýli: 169.900.

FARARSTJÓRI – Anna Sigríður Pálsdóttir Anna Sigríður hefur starfað sem myndmenntakennari, fjölskylduráðgjafi og prestur um árabil. Helstu áhugamál eru ferðalög, saga og menning.

ANNAÐ · Innifalið í tilboði þessu er umsýsla og umsjón með flugi, hóteli og annari þjónustu hópsins. Staðfestingargjald er 50.000 á mann og er óafturkræft.

Brottfarar- og komutímar geta breyst vegna ófyrirsjáanlegra seinkana o.fl.
Almenna ferðaskilmála fyrir hópa á vegum Úrval Útsýn má finna á urvalutsyn.is

Lokagreiðsla berist eigi síðar en 10 vikum fyrir brottför. · Hópurinn þarf að fljúga allur út saman þann 23.nóvember 2023.

Ekki er hægt að breyta dagsetningum. Ef einhver óskar eftir að breyta heimferð þá þarf að kaupa nýjan farseðil tilbaka og hægt er að kaupa slíkan farseðil í gegnum netfangið flug@uu.is

ATH! Forfallagjald er ekki í boði hjá Úrval Útsýn og bendum við á kreditkorta ferða tryggingar eða ferðatryggingar tryggingarfélaga hvers og eins. 23. – 26. nóvember 2023

Skráning fer fram í Hraunseli Flatahrauni 3 eða í síma 555-0142

Deila frétt