Aðalfundur FEBH 18. júní 2020

Share on facebook
Share on email
Share on print

Aðalfundur FEBH var haldinn fimmtudaginn 18. júní sl. Fundarstjóri var varaformaður félagsins Sigurður Björgvinsson og fundarritari Ingibjörg Guðmundsdóttir sem er jafnframt ritari félagsins.

Almar Grímsson formaður uppstillingarnefndar lagði fram meðfylgjandi tillögur um formann, stjórn, skoðunarmenn og nefndir fyrir árið 2020-2021 og voru tillögurnar samþykktar samhljóða.

Gestur fundarins var Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir formaður Landssambands eldri borgara. Fór hún yfir þau mál sem brenna á aldurshópnum þessi misserin.

 Glæsilegar veitingar voru í boði félagsins og voru þær frambornar að þeirri natni og glæsileika sem starfskonum Hraunsels eru einum lagið.

 Skýrsla stjórnar fyrir árið 2019 verðu nú sett á vefinn en fyrir eru skýrslur frá árunum 2016-2017 og 2018.

Félagsmenn eru kvattir til að nálgast félagsskírteini sín og fylgjast með dagskrá félagsins en opið verður í Hraunseli í allt sumar. Heitt kaffi er á könnunni.

Deila frétt

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin
Share on email
Share on print