Á slóðum Skáld-Rósu

Vatnsenda-Rósa
Share on facebook
Share on email
Share on print

Ein merkasta kona sinnar samtíðar var eflaust Rósa Guðmundsdóttir, betur þekkt sem Skáld-Rósa eða Vatnsenda-Rósa.

Nú býður Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar áhugaverða dagsferð á slóðir hennar í Húnaþingi.

Lagt af stað klukkan 09:00 22. Sept. 2020 frá Hafnarfjarðarkirkju og ekið sem leið liggur um Hvalfjarðargöng, Borgarfjörð og Holtavörðuheiði að Laugarbakka í Miðfirði. Þar snæðum við hádegisverð áður en haldið er áfram til Hvammstanga og verzlunarminjasafnið Bardúsa heimsótt. Frá Hvammstanga ökum við fyrir Vatnsnes. En á þeirri leið ber einmitt fyrir augu ýmsir staðir sem Rósa bjó á í lengri eða skemmri tíma. Við skyggnumst einnig um eftir selum, stönzum við Hvítserk og skoðum Borgarvirki, áður en haldið er aftur suður. Áætluð heimkoma um klukkan 19:30.

Verð á mann: 7.000,-

Innifalið í verði er hádegisverður, allur akstur samkvæmt lýsingu og leiðsögn.

Verð miðast við lágmark 30 manns.

Hámarksfjöldi er 40 manns, sem miðast við tilmæli heilbrigðisyfirvalda.

Fyrstir koma fyrstir fá!

Deila frétt

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin
Share on email
Share on print